Sakar VR og ASÍ um rangfærslur

Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs
Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs Eggert Jóhannesson

Viðskiptaráð Íslands segir að VR og ASÍ hafi birt rangfærslur um áhrif fjárlagafrumvarpsins en ráðið telur löngu tímabært að endurskoða neysluskatta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði.

„Endurskoðun neysluskatta er löngu tímabær. Boðaðar breytingar fela í sér afnám vörugjalda á um 800 vöruflokka, lækkun almenns þreps virðisaukaskatts, breikkun skattstofna og minnkun bilsins á milli efra og lægra þreps skattsins. Allar þessar breytingar eru til þess fallnar að auka skilvirkni virðisaukaskattskerfisins og styrkja grundvöll verðmætasköpunar hérlendis. Þá hafa stjórnvöld útfært breytingarnar þannig að þær komi best út fyrir tekjulægstu heimilin í landinu. Launþegahreyfingar líkt og VR og ASÍ ættu því að fagna boðuðum breytingum, en ekki gagnrýna þær með fullyrðingum sem ekki standast skoðun,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs.

Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs
Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert