Hjákátlegt að forstjóri Haga kveinki sér

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Ljósmynd/Bændasamtökin

„Af hverju kveinkar forstjóri eins stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi sér undan rekstrarumhverfinu?“ spyr Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í aðsendri grein í blaðinu í dag.

Þar svarar hann gagnrýni Finns Árnasonar, forstjóra Haga, á fyrirkomulag í landbúnaði.

Sindri segir verslanir Finns skila milljarðahagnaði á ári og því sé hjákátlegt að heyra hann kenna bændum um hátt vöruverð, sérstaklega þegar verslunin í landinu hafi kostað þjóðfélagið stjarnfræðilegar upphæðir á liðnum árum með afskriftum og óhagræði í rekstri sem íslenskir neytendur greiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert