Í lagi með gildandi stjórnarskrá

Sigurður Líndal.
Sigurður Líndal. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Líndal lagaprófessor hefur beðist lausnar úr starfi sínu sem formaður stjórnarskrárnefndar.

Hlutverk nefndarinnar er að leggja til breytingar á stjórnarskránni, með hliðsjón af þeirri vinnu sem farið hefur fram á undanförnum árum og annarri þróun í stjórnarskrármálum.

„Ég skrifaði bréf og baðst lausnar úr formennsku í nefndinni. Við vorum búin að gefa út áfangaskýrslu, sem eru viss kaflaskil, og mér fannst þá kominn hæfilegur tími til að biðjast lausnar, vegna þess að ég hef ýmsu öðru að sinna. Allt er í góðu og ég er ekki að fara í neinu offorsi eða illindum. Ég bar við að ég hefði mörgu að sinna, en ég er orðinn 83 ára og mér er ekki gefið eilíft líf geri ég ráð fyrir. Ég benti á að ég þyrfti að ljúka ýmsu og þyrfti þess vegna að létta verkefnum af mér, en mikið starf er framundan í nefndinni,“ segir Sigurður meðal annars í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert