Icelandair Group hefur fest kaup á flugvél af gerðinni Golden Eagle sem verið er að útbúa til loftlagsrannsókna í tengslum við eldgos.
Nota á vélina m.a. til að mæla gosösku með sérstökum búnaði og á vélin ávallt að vera til reiðu þegar eldsumbrot hefjast. Einnig hefur komið til tals að nota vélina til mælinga á öðrum lofttegundum eins og t.d. SO2-mengun í kringum eldgos.
Þetta kemur fram í fréttabréfi íslenskra atvinnuflugmanna.