Mannsöfnuður var fyrir framan Laugardalshöll í dag og hugmyndafræðilegur ágreiningur þegar stuðningsmenn ísraelska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og félagar í Íslandi-Palestínu mættust. Lögregla var til staðar og samkvæmt upplýsingum frá henni kom ekki til líkamlegra átaka.
Félagið Ísland-Palestína hvatti félagsmenn sína til að mæta fyrir utan leikvanginn en á honum mættust íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu því ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á næsta ári. „ Ísraelska landsliðið er hér sem fulltrúar ríkis sem stundar grimmilegar árásir á óbreytta borgara í Palestínu, hernám og landrán á palestínsku landi,“ stóð í kvaðningu Íslands-Palestínu.