Móti gjaldmiðlastefnu til framtíðar

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Kristinn

Þing­menn Bjartr­ar framtíðar hafa end­ur­flutt þings­álykt­un­ar­til­lögu þar sem kallað er eft­ir því að rík­is­stjórn­in móti stefnu í gjald­miðlamál­um til framtíðar. Sett­ar eru enn­frem­ur fram ákveðnar for­send­ur sem leggja eigi til grund­vall­ar slíkri stefnu. Meðal ann­ars að gjald­miðill­inn auðveldi hag­stjórn, minnki áhættu í ís­lensku efna­hags­lífi og sé áhættu­minni en aðrir val­kost­ir.

„Flutn­ings­menn eru vel meðvitaðir um þann veru­leika að ís­lenska krón­an verður gjald­miðill Íslend­inga í allra nán­ustu framtíð. En stefn­una þarf að marka til lengri tíma. Það er ákaf­lega aðkallandi spurn­ing hvaða efna­hags­legi veru­leiki muni blasa við á Íslandi eft­ir að gjald­eyr­is­höft­um hef­ur verið aflétt, sem von­andi tekst far­sæl­lega,“ seg­ir meðal ann­ars í grein­ar­gerð.

Fyrsti flutn­ings­maður er Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert