Ekki útilokað að hið opinbera beiti aðferðum tölvuþrjóta í löggæslustörfum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Ekki er útilokað að lögregla hér á landi gæti notað spilliforrit (e. malware) til að fylgjast með tölvusamskiptum fólks.

Ákvæði sakamálalaga sem heimila lögreglu að fylgjast með tölvusamskiptum sakborninga tilgreina ekki hvernig sú hlustun eigi að fara fram.

Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari segir að ekki sé hægt að útiloka að einhvers konar hlerun tölvusamskipta á grundvelli ofangreindra heimilda geti farið fram með búnaði sem komið er fyrir í tölvu viðkomandi. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag efast hann þó um að íslenskir dómstólar féllust á að notkun trójuhesta félli undir þessi ákvæði sakamálalaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert