Afkoma atvinnuleitenda í uppnám

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Bæj­ar­ráð Kópa­vogs samþykkti á fundi sín­um fyr­ir helgi bók­un vegna fyr­ir­hugaðrar stytt­ing­ar á há­marks greiðslu­tíma­bili at­vinnu­leys­is­bóta úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Ráðið tel­ur að með þessu sé verið velta kostnaði á sveit­ar­fé­lög­in í land­inu og það sé óeðli­legt.

Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2015 mun með aðgerðinni vera hægt að lækka út­gjöld til at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs um 1.130 millj­ón­ir króna.

„Bæj­ar­ráð [Kópa­vogs] mót­mæl­ir því að í fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi er gert ráð fyr­ir að tíma­bil greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta verði stytt úr þrem­ur árum í tvö og hálft ár, en stutt er síðan að tíma­bilið var stytt úr fjór­um árum í þrjú. Óeðli­legt er að velta þess­um kostnaði yfir á sveit­ar­fé­lög­in í land­inu. Með þess­ari aðgerð er verið að setja af­komu fjölda at­vinnu­leit­enda og fjöl­skyldna þeirra í upp­nám,“ seg­ir í bók­un­inni.

Frétt mbl.is: Stytta greiðslu­tíma at­vinnu­leys­is­bóta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert