Afkoma atvinnuleitenda í uppnám

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum fyrir helgi bókun vegna fyrirhugaðrar styttingar á hámarks greiðslutímabili atvinnuleysisbóta úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Ráðið telur að með þessu sé verið velta kostnaði á sveitarfélögin í landinu og það sé óeðlilegt.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015 mun með aðgerðinni vera hægt að lækka útgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs um 1.130 milljónir króna.

„Bæjarráð [Kópavogs] mótmælir því að í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að tímabil greiðslu atvinnuleysisbóta verði stytt úr þremur árum í tvö og hálft ár, en stutt er síðan að tímabilið var stytt úr fjórum árum í þrjú. Óeðlilegt er að velta þessum kostnaði yfir á sveitarfélögin í landinu. Með þessari aðgerð er verið að setja afkomu fjölda atvinnuleitenda og fjölskyldna þeirra í uppnám,“ segir í bókuninni.

Frétt mbl.is: Stytta greiðslutíma atvinnuleysisbóta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert