Dreifingaspár benda til að styrkur brennisteinstvíildis (SO2) geti orðið hár á Norðausturlandi, einkum í Mývatnssveit, Kelduhverfi, Tjörnesi, Húsavík, Aðaldal og Reykjahverfi. Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Ennfremur segir að ekki sé útilokað að mengunarinnar gæti á stærra svæði.