Ísland fjárfestir minnst í menntun

Námskynning við Háskólann í Reykjavík.
Námskynning við Háskólann í Reykjavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland fjár­fest­ir minnst allra Norður­land­anna í hverj­um nem­anda inn­an mennta­kerf­is­ins sam­kvæmt skýrslu OECD, Educati­on at a glance. Sá hluti skýrsl­unn­ar sem fjall­ar um fjár­fest­ingu í mennt­un miðar við árið 2011, en þá notaði ís­lenska ríkið 9.180 (1,098 millj­ón ISK) banda­ríkja­dali í mennt­un hvers nem­anda ár­lega. Sú upp­hæð er nokkuð lægri en meðal­út­gjöld Norður­landaþjóðanna á nem­anda og er einnig fyr­ir neðan meðaltal OECD sem var 9.487 banda­ríkja­dal­ir (1,135 millj­ón ISK).

Útgjöld ís­lenska rík­is­ins til mennt­un­ar hafa minnkað jafnt og þétt á síðustu árum sé litið til út­gjald­anna sem pró­sentu af vergri lands­fram­leiðslu. Frá ár­inu 2000 hafa út­gjöld til mennta­mála mest verið 7,8% árið 2009 en árið 2011 hafði tal­an lækkað niður í 7,4%. 

Fjár­fest­ing Íslands á hvern nem­anda er nokkuð jöfn þvert á skóla­stig en minnstu er eytt á hvern fram­halds­skóla­nema og mestu á hvern grunn­skóla­nema. Fjár­fest­ing í hverj­um nem­anda leik- og grunn­skól­anna er yfir meðaltali OECD og með þeim hærri á Norður­lönd­un­um. Fjár­fest­ing í fram­halds­skól­um er hins­veg­ar rétt und­ir meðaltali OECD og fjár­fest­ing í Há­skól­um er 38% lægri en meðal­fjár­fest­ing inn­an OECD og 50% lægri en meðal­fjár­fest­ing Norður­land­anna.

Mik­il skrán­ing í leik­skóla

Þrátt fyr­ir að lítið fjár­magn sé sett í hvern nem­anda sé litið yfir mennta­kerfið í heild eru út­gjöld rík­is­ins á hvert barn í leik- og grunn­skól­um með þeim hærri á Norður­lönd­un­um. Árið 2011 nýtti ís­lenska ríkið 9.138 banda­ríkja­dali (1,093 millj­ón ISK) á ári í mennt­un hvers leik­skóla­barns og 10.339 banda­ríkja­döl­um (1,244 millj­ón ISK) í mennt­un hvers grunn­skóla­barns. Sam­kvæmt skýrslu OECD voru út­gjöld Íslands á hvert barn í þess­um flokk­um þau önn­ur hæstu á Norður­lönd­un­um það ár.

Hátt hlut­fall barna á Íslandi er skráð í leik- og grunn­skóla sam­an­borið við önn­ur lönd inn­an OECD. Raun­ar er Ísland í fjórða sæti, ásamt Nor­egi og Spáni, þegar kem­ur að skrán­ingu þriggja til fjög­urra ára barna í leik­skóla. Árið 2012 voru 96% þessa hóps í leik­skól­um en meðaltalið inn­an OECD ríkj­anna var 76%.

100% mun­ur milli Íslands og Norður­land­anna

Hins­veg­ar legg­ur ís­lenska ríkið til minnst fjár­magn allra Norður­land­anna þegar kem­ur að mennt­un á fram­halds- og há­skóla­stigi eða 8.470 banda­ríkja­dali (1,013 milj­ón ISK) á hvern fram­halds­skóla­nema og 8.612 banda­ríkja­dali (1,030 millj­ón ISK) á hvern há­skóla­nema.

Fjár­fest­ing ís­lenska rík­is­ins er rétt und­ir meðal­fjár­fest­ingu OECD ríkj­anna þegar kem­ur að mennt­un á fram­halds­skóla­stigi en langt und­ir meðal­fjár­fest­ingu inn­an OECD á há­skóla­stigi en sú var 14.000 banda­ríkja­dal­ir (1,675 millj­ón ISK). Munaði því sem sam­svar­ar um 645 þúsund ís­lensk­um krón­um á fjár­fest­ingu Íslands og meðal­fjár­fest­ingu OECD í hverj­um há­skóla­nema árið 2011 og var sú síðar­nefnda því um 62% hærri. 

Sam­an­b­urður­inn er enn óhag­stæðari þegar kem­ur að fjár­fest­ingu ná­granna­land­anna í mennt­un árið 2011. Nor­eg­ur varði yfir 18.000 banda­ríkja­döl­um (2,153 millj­ón ISK) í mennt­un hvers há­skóla­nema árið 2011 og sama gilti um Finn­land. Fjár­fest­ing Dan­merk­ur í hverj­um há­skóla­nema nam um 21.000 banda­ríkja­döl­um (2,512 millj­ón ISK) á hvern há­skóla­nema og Svíþjóðar um 20.000 (2,393 millj­ón ISK). Meðal­fjár­fest­ing Norður­land­anna í hverj­um há­skóla­nema var því um það bil 17.000 banda­ríkja­dal­ir (2,033 millj­ón ISK) eða 100% hærri en fjár­fest­ing Íslands.

96% þriggja til fjögurra ára barna voru skráð í leikskóla …
96% þriggja til fjög­urra ára barna voru skráð í leik­skóla árið 2011. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Minnst er greitt með hverjum framhaldsskólanema.
Minnst er greitt með hverj­um fram­halds­skóla­nema. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert