„Endalausar hræringar“ fyrri ríkisstjórnar

Bjarni Benediktsson, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Bjarni Benediktsson, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Í nú­ver­andi rík­is­stjórn sitja níu ráðherr­ar. Það er sama fólkið og tók við fyr­ir rétt rúmu ári síðan,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við upp­haf máls í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma sem fram fór á Alþingi í dag.

Benti hann á að ein breyt­ing hafi verið gerð á nú­ver­andi rík­is­stjórn Íslands, með for­seta­úrsk­urði þann 26. ág­úst síðastliðinn, þegar for­sæt­is­ráðherra tók við sex mála­flokk­um og gegn­ir nú einnig embætti dóms­málaráðherra. 

„Ráðuneyt­inu hef­ur ekki verið skipt upp. Þessi til­hög­un er í full­komnu sam­ræmi við ákvæði stjórn­ar­skrár og lög­um um stjórn­ar­ráð Íslands,“ sagði Bjarni í þingsal og benti á að ekki væri nú úr vegi að rifja upp stjórn­ar­hætti síðustu rík­is­stjórn­ar.

„Þar sátu 15 ráðherr­ar. Af þess­um 15 sátu ein­ung­is tveir all­an tím­ann í sama ráðuneyt­inu und­ir sama heiti,“ sagði Bjarni en það eru þau Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, og Össur Skarp­héðins­son, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra.

„Þrír voru fjár­málaráðherr­ar. Þrír gegndu embætti ráðherra í heil­brigðisráðuneyt­inu, sem síðar varð að vel­ferðarráðuneyti. Tveir voru dóms­málaráðherr­ar, en það ráðuneyti rann síðan sam­an við önn­ur ráðuneyti. Tveir voru efna­hags- og viðskiptaráðherr­ar og svo fram­veg­is. Menn þekkja þessa sögu, enda­laus­ar hrær­ing­ar.“

Stjórn­ar­hætt­ir rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur end­ur­spegla því ekki það sem kalla má stjórn­festu inn­an stjórn­ar­ráðs Íslands að sögn Bjarna.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert