Evrópusambandið, 28 ríki þess, Bandaríkin, Ástralía, Brasilía, Ísrael, Mexíkó, Mónakó og Nýja-Sjáland standa að baki yfirlýsingu sem afhent var íslenskum stjórnvöldum í morgun. Í yfirlýsingunni er hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni mótmælt.
Sendiherra ESB á Íslandi ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Frakkland, Þýskalands og Bretlands afhentu yfirlýsinguna formlega í morgun. Í henni segir meðal annars að þeir sem standi að yfirlýsingunni hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvalveiðar Íslendinga, hvort sem það er á hrefnu eða langreyði. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til að snúa til betri vegar láta af hvalveiðum í atvinnuskyni.
Þá er sala á hvalkjöti til Japan harðlega gagnrýnd.