Á teikniborðinu að setja upp Íslendingasögurnar í Þjóðleikhúsinu í London

Gísli Örn Garðarsson hefur í nógu að snúast.
Gísli Örn Garðarsson hefur í nógu að snúast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gísli Örn Garðarsson leikari hefur í nógu að snúast en framundan hjá honum eru verkefni um allan heim, þar á meðal nokkur verk á teikniborðinu hjá Þjóðleikhúsinu í London.

Eitt þeirra leikrita sem hann stefnir á að setja þar upp er byggt á Íslendingasögunum og er þegar hafin vinna að því með írska höfundinum Enda Walsh.

Gísli hefur starfað nær alfarið erlendis upp á síðkastið, m.a. í Boston, en hann kýs þó síður að fara aftur til Bandaríkjanna þar sem hann segir vinnuhörkuna of mikla og sýningar fjármagnaðar af einkaaðilum, sem vilja þá hafa eitthvað um sýninguna að segja sjálfir. Það fer ekki vel í sjálfstæða Íslendinginn í honum, segir hann í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert