Sýnileg virkni minni í eldgosinu

Hrauntungan teygir sig að Jökulsá á Fjöllum sem hefur þurft …
Hrauntungan teygir sig að Jökulsá á Fjöllum sem hefur þurft að hopa fyrir eldhrauninu frá eldgosinu í Holuhrauni. Þá má sjá hvernig gosmökkurinn rís frá eldgosinu. mbl.is/RAX

Staða eldgossins í Holuhrauni er svipuð og hún hefur verið undanfarna daga en samkvæmt Veðurstofu Íslands eru gígarnir á suðurenda gossprungunnar óvirkir en áframhaldandi virkni er í mið- og norðurhluta hennar.

Ármann Höskuldsson jarðskjálftafræðingur segir hraunbreiðuna vera um 25-26 ferkílómetra að stærð og að hægt hafi á framrás hraunsins. „Það er að breiða meira úr sér og þá hægir á framrásinni. Einnig er sýnileg virkni í gosgígunum minni,“ segir Ármann í Morgunblaðinu í dag, en það þarf ekki að þýða að virkni í gosinu sé almennt að verða minni.

Litlar breytingar hafa orðið á sigi í Bárðarbungu en botn Bárðarbunguöskjunnar sígur um 80 sentimetra á dag og er sigið nú mest um 23 metrar. Almannavarnir vilja ekki útiloka að stórt öskjusig verði í Bárðarbungu og gos í öskjubroti undir jöklinum en það gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Þetta er ein af þremur atburðarásum sem Almannavarnir telja mögulegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert