Draga þarf úr sóðaskap

Sýning verður um Þríhnúkagíg og hraunhella á Íslandi.
Sýning verður um Þríhnúkagíg og hraunhella á Íslandi. mbl.is/Golli

Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru er í dag. Af því til­efni á að rifja upp gamla slag­orðið „Hreint land – fag­urt land“, að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar um­hverf­is- og auðlindaráðherra. Hann tel­ur að bæta megi um­gengni við nátt­úr­una, ekki síst hvað varðar frá­rennsli og úr­gang.

Um­hverf­is­ráðuneytið vinn­ur nú að frum­varpi um fram­kvæmda­áætl­un um upp­bygg­ingu innviða í nátt­úru­vernd og ferðaþjón­ustu. Stefnt er að því að leggja frum­varpið fram í haust. Sig­urður Ingi seg­ir nálg­un­ina svipaða og við gerð sam­göngu­áætlun­ar. Lögð verði fram á Alþingi þings­álykt­un­ar­til­laga um upp­bygg­ingu í stór­um drátt­um til tólf ára. Sam­hliða verði lögð fyr­ir þingið þriggja ára aðgerðaáætl­un.

Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að einnig er unnið að heild­ar­end­ur­skoðun nýrra nátt­úru­vernd­ar­laga, en gildis­töku þeirra var frestað til 1. júlí 2015. Sig­urður Ingi tel­ur mik­il­vægt að al­manna­rétt­ur verði tryggður um leið og gætt er að hags­mun­um land­eig­enda og annarra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert