Aukið gagnsæi í opinberumfjármálum og stjórnsýslu var inntak tveggja tillagna sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti í dag á borgarstjórnarfundi.
Önnur tillagan, sem Kjartan kallar „Nóturnar á netið“ miðar að því að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi tiltækar með rafrænum hætti á veraldarvefnum. Hin tillagan er af svipuðum meiði og gengur út á að fundargögn sem lögð eru fram á fundum nefnda og ráða Reykjavíkurborgar verði einnig gerð aðgengileg á veraldarvefnum.
Báðar tillögurnar hafa raunar verið lagðar fyrir borgarstjórn áður og var sú fyrrnefnda samþykkt einróma 2012 en hvorug hefur komist til framkvæmda. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá því í dag kemur fram hörð gagnrýni á verkstjórn meiri hluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar og lögð er áhersla á að tillögurnar komi til framkvæmda sem fyrst.