Fái skattaafslátt vegna ferða til vinnu

Elsa Lára Arnardóttir, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Elsa Lára Arnardóttir, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm þing­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu. Þetta eru þau Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Jó­hanna María Sig­munds­dótt­ir,
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir og Har­ald­ur Ein­ars­son.

Lagt er til að Alþingi álykti „að fela fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að und­ir­búa og leggja fram á Alþingi frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um tekju­skatt, nr. 90/​2003, með síðari breyt­ing­um, sem feli í sér heim­ild ráðherra til að út­færa og setja regl­ur um að þeim skatt­skyldu mönn­um sem greiða þurfa háan kostnað vegna ferða til og frá vinnu inn­an til­tek­inna og skil­greindra at­vinnusvæða inn­an lands verði veitt­ur af­slátt­ur af tekju­skatti. Í fram­hald­inu út­færi ráðherra og setji slík­ar regl­ur,“ seg­ir í til­lög­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert