Lokuðu fjórum útleigðum íbúðum

Fjöldi íbúða í miðbænum eru til leigu á vefnum airbnb, …
Fjöldi íbúða í miðbænum eru til leigu á vefnum airbnb, bæði íbúðir sem einstaklingar leigja út og stærri leigufélög. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Golli

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­starfi við Rík­is­skatt­stjóra, lokaði fjór­um út­leigðum heim­il­um og íbúðum sem ekki höfðu leyfi til starf­semi gistiþjón­ustu. Könnuð voru í ág­úst og sept­em­ber heim­ili og íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem gist­ing hafði verið aug­lýst í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book og airbnb.com.

Um var að ræða eft­ir­lit með gisti­leyf­um og skatt­skyldu tekna vegna sölu á gist­ingu. Lög­regl­an og Rík­is­skatt­stjóri munu halda eft­ir­liti þessu áfram og hvetja því þá sem hyggj­ast leigja hús, íbúðir eða her­bergi til ferðamanna að sækja um til­skil­in leyfi áður en starf­sem­in hefst, vera með lög­lega tekju­skrán­ingu og greiða af þeim tekj­um lög­bundna skatta og gjöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert