Lokuðu fjórum útleigðum íbúðum

Fjöldi íbúða í miðbænum eru til leigu á vefnum airbnb, …
Fjöldi íbúða í miðbænum eru til leigu á vefnum airbnb, bæði íbúðir sem einstaklingar leigja út og stærri leigufélög. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við Ríkisskattstjóra, lokaði fjórum útleigðum heimilum og íbúðum sem ekki höfðu leyfi til starfsemi gistiþjónustu. Könnuð voru í ágúst og september heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og airbnb.com.

Um var að ræða eftirlit með gistileyfum og skattskyldu tekna vegna sölu á gistingu. Lögreglan og Ríkisskattstjóri munu halda eftirliti þessu áfram og hvetja því þá sem hyggjast leigja hús, íbúðir eða herbergi til ferðamanna að sækja um tilskilin leyfi áður en starfsemin hefst, vera með löglega tekjuskráningu og greiða af þeim tekjum lögbundna skatta og gjöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert