Vilja að allt efni verði textað

Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. mbl.is/Ómar

Sex þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að allt myndefni sem fjölmiðlar miðla skuli vera textað á íslensku. Þetta eru þær Svandís Svavarsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir.

Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta þingi en dagaði uppi. „Er breytingin gerð í því skyni að gera sjónvarpsáhorfendum, sem eru heyrnarlausir eða heyrnarskertir að því marki að þeim gagnast ekki talmál í sjónvarpi, kleift að njóta sjónvarpsefnis á íslensku,“ segir í frumvarpinu.

Hér má sjá frumvarpið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert