Hvaða náttúruvá steðjar að Reykjavík?

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálftæðisflokksins í Reykjavík, og Júlíus Vífill Ingvarsson, …
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálftæðisflokksins í Reykjavík, og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. mbl.is/Styrmir Kári

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir eftir upplýsingum um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hver staðan er varðandi forgreiningu á hættu af náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum.

Þetta kemur fram í fyrirspurn sem borgarfulltrúarnir lögðu frá á fundi borgarráðs í dag. Hún er svohljóðandi:

„Náttúruvá er nokkuð sem Íslendingar búa við víða um land. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð vegna náttúruvár á þéttbýlasta svæði landsins. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu almannavarnamála í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hver staðan er varðandi forgreiningu á hættu af náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og hvaða áhrif slík vá getur haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og þannig hið daglega líf hins almenna borgara. Fenginn verði sérfræðingur frá Almannavörnum á fund borgarráðs til að upplýsa um áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið og samstarf sveitarfélaga og viðbragðsaðila í þeim málaflokki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert