Kæruferli óhjákvæmilegt

Veglínur sem eru til skoðunar.
Veglínur sem eru til skoðunar. mynd/Vegagerðin

Vega­gerðin hef­ur ákveðið að kæra til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar þess efn­is að hafna því að ný veg­lína um Teigs­skóg fari í mat á um­hverf­isáhrif­um. Vega­gerðin seg­ir þetta nauðsyn­legt til að fá niður­stöðu um það hvort um nýja fram­kvæmd er að ræða eða ekki.

Vega­gerðin hafn­ar þeirri niður­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar að þetta sé sama fram­kvæmd og tel­ur að ný veg­lína sé það ólík fyrri línu og skerði Teigs­skóg mun minna en fyrri áform þannig að um nýja fram­kvæmd sé að ræða.

Verði niðurstaðan sú að ekki sé um nýja fram­kvæmd að ræða þá mun reyna á end­urupp­töku á for­send­um um­hverf­is­mats­ins frá 2006. Ef ekki yrði kært núna myndi kæru­frest­ur­inn þar að auki renna út, 10. októ­ber n.k. og sú leið þá ófær, seg­ir í frétt á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Tekið er fram að kæru­frest­ur­inn sé stutt­ur og mun Vega­gerðin flýta kæru og málsmeðferð svo sem kost­ur er.

Bent er á, að ef úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála tek­ur und­ir sjón­ar­mið Skipu­lags­stofn­un­ar skap­ast grund­völl­ur til end­urupp­töku.

„Vegna umræðu um end­urupp­töku á úr­sk­urði Skipu­lags­stofn­un­ar frá ár­inu 2006 þar sem leiðinni um Teigs­skóg var hafnað er rétt að benda á að það á ein­ung­is við ef að um sömu fram­kvæmd er að ræða en Vega­gerðin lít­ur svo á að hin nýja veg­lína Þ-H þar sem hún ligg­ur um Teigs­skóg sé ný fram­kvæmd enda ný veg­lína og verktil­hög­un ólík fyrri leið að því marki að rask á skógi verður mun minna. En um það hef­ur málið frá upp­hafi snú­ist, þ.e.a.s. rask á Teigs­skógi.

Ekki er ljóst hvort hægt er að byggja málsmeðferð á því að fram­kvæmd­in sé sú sama en samt sem áður hafi grund­vallar­for­send­ur henn­ar breyst, en það er skil­yrði end­urupp­töku. Það er mik­il­vægt að eyða allri laga­legri óvissu um það hvernig eigi að fara með málið og það er úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála sem hef­ur það hlut­verk að leysa úr álita­efn­inu.

Þar sem það er álit Vega­gerðar­inn­ar að um nýja fram­kvæmd sé að ræða er nýtt mats­ferli sam­kvæmt gild­andi lög­um rétta leiðin og í sam­ræmi við nú­gild­andi lög. Vega­gerðin tel­ur sér skylt að fylgja ákvæðum laga í þessu efni,“ seg­ir í frétta á vef Vega­gerðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert