Ólafur kærir Katrínu

Ólafur Haukur Johnson.
Ólafur Haukur Johnson. mbl.is/Eggert

Ólaf­ur Hauk­ur John­son, skóla­stjóri Mennta­skól­ans Hraðbraut­ar, hef­ur kært Katrínu Jak­obs­dótt­ur, fyrr­ver­andi mennta­málaráðherra, til rík­is­sak­sókn­ara fyr­ir leka á trúnaðargögn­um. Ólaf­ur seg­ir að gögn­un­um hafi verið lekið í póli­tísk­um til­gangi.

Ólaf­ur hef­ur sent fjöl­miðlum af­rit af kær­unni sem er dag­sett í dag.

Þar seg­ir, að Katrín hafi árið 2010, þegar hún var ráðherra mennta­mála, hafið póli­tíska aðför að skól­an­um og að hon­um per­sónu­lega.

„Tel ég að aðal ástæðan hafi verið sú að skól­inn var einka­rek­inn sem sam­ræmd­ist ekki póli­tísku viðhorfi henn­ar. Því vildi hún skól­ann feig­an,“ seg­ir í bréf­inu.

Ólaf­ur seg­ir að þetta hafi leitt til þess að trúnaðar­upp­lýs­ing­um hafi verið lekið úr ráðuneyt­inu í DV í þeim til­gangi að skaða orðspor skól­ans og mann­orð hans. Ólaf­ur tek­ur fram, að hon­um sé ekki ljóst hver lak þess­um upp­lýs­ing­um í blaðið en seg­ir svo „senni­lega hef­ur það verið Katrín Jak­obs­dótt­ir sjálf eða aðstoðarmaður henn­ar, Elías Jón Guðjóns­son.“

Ólaf­ur full­yrðir, að aðför ráðherra að skól­an­um hafi haft þau áhrif að 210 nem­end­ur  sem voru í skól­an­um misstu sinn vinnustað og að 20 starfs­menn hafi misst vinn­una. Einnig seg­ir hann að skól­inn og eig­end­ur hans hafi orðið fyr­ir miklu fjár­tjóni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert