Birgitta spurði um mælingu gagnamagns

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til innanríkisráðherra á Alþingi í dag. Spurði hún um mælingu á gagnamagni í internetþjónustu.

Í fyrirspurninni var spurt hvernig mælingar á gagnamagni í fjarskiptaþjónustu og hraða á nettengingum gerðar og hvaða mælitæki eru notuð til þess.

Jafnframt spurði hún hvort ráðherja telji að mælingar á gagnamagni og hraða eigi að falla undir lögfrá árinu 2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, og hvort það hafi komið til skoðunar í ráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert