Bjarni vandar ASÍ ekki kveðjurnar

Bjarni Benediktsson vandar ASÍ ekki kveðjurnar í kvöld.
Bjarni Benediktsson vandar ASÍ ekki kveðjurnar í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Útúrsnúningar og rangfærslur. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í færslu á Facebooksiðu sinni í kvöld og vandar þar ASÍ ekki kveðjurnar. Alþýðusamband Íslands birti í dag á heimasíðu sinni pistilinn „Ríkisstjórn ríka fólksins - nokkrar staðreyndir.“

„Er það svo að þegar Samfylkingunni dettur ,,sniðugur" frasi í hug þá er hann sjálkrafa pikkaður upp af formanni ASÍ, sem fyrrum hugði á framboð undir þeirra merkjum,“ spyr Bjarni. 

„Nokkrar staðreyndir ASÍ eru ekkert annað en útúrsnúningur og rangfærslur. Maður gæti ætlað að það væru kosningar framundan innan ASÍ, svigurmælin stigmagnast dag frá degi,“

Í pistlinum segir að forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hafi síðustu daga verið tíðrætt um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á árunum 2014 og 2015 muni skila heimilunum 40 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur sem samsvari 5% aukningu ráðstöfunartekna frá árinu 2013.

„Þetta kann að reynast rétt en þegar betur er að gáð liggur ljóst fyrir að stjórnvöld hafa lagt kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri. Aðgerðirnar sem um ræðir eru einkum, lækkun miðþrepi tekjuskatts, afnám auðlegðarskatts, lægri vaxtagreiðslur í kjölfar lækkunar verðtryggðra húsnæðislána, breytinga á virðisaukaskatti og vörugjöldum og breytingar á lífeyrisgreiðslum og barnabótum,“ segir í pistlinum en hann má lesa í heild sinni á vef ASÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert