Færri skjálftar við Bárðarbungu

Bárðarbunga
Bárðarbunga mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbunguöskjuna frá miðnætti sem er töluvert minna en daginn áður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Rúmlega tíu skjálftar hafa hins vegar mælst frá því klukkan sjö í gærkvöldi.

Stærsti jarðskjálftinn var 4,7 og varð rétt fyrir klukkan sjö í morgun við norðausturbrún Bárðarbunguöskjunnar. Þá varð skjálfti upp á 4,5 skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Aðrir skjálftar yfir 3 mældust klukkan 23:44 og 1:57. „Við norðanverðan ganginn hafa mælst um 35 jarðskjálftar frá miðnætti sem er svipað og daginn áður en eingöngu 2 skjálftar hafa mælst við Herðubreið/Herðubreiðartögl.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert