Greiðslumark verði 140 milljónir lítra

mbl.is/Þorkell

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði leggja til við Framkvæmdanefnd búvörusamninga og Landbúnaðarráðherra að greiðslumark kúabænda á næsta ári verði 140 milljónir lítra.

Þetta er 12% aukning frá yfirstandandi ári og endurspeglar mikla söluaukningu mjólkurafurða og þörf fyrir auknar birgðir til að mæta sveiflum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Undanfarin misseri hefur orðið mikil söluaukning, einkum í fitumeiri vörum á borð við smjör, rjóma, osta og nýmjólk. Samtök afurðastöðva telja að þetta endurspegli gæði framleiðslunnar, hóflegt verð og trú neytenda á hollustu íslenskra mjólkurafurða. Bændur hafa brugðist við söluaukningu með því að fjölga kúm og leggja áherslu á aukna nyt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert