Flóðbylgja ESB-gerða á leiðinni

Evrópufáninn blaktir við hún.
Evrópufáninn blaktir við hún. mbl.is/afp

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segir 80 ESB-tilskipanir og reglugerðir væntanlegar inn í íslenska löggjöf.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún það verða stórt og ögrandi verkefni að greina og útfæra reglurnar. Þær verði þó ekki teknar upp í EES-samninginn fyrr en álitamál um framsal valds til alþjóðastofnana verði leyst.

Í tilviki 70 gerða af 80 er innleiðingartími liðinn innan ESB, þannig að Ísland fær engan aðlögunartíma þegar þær verða teknar upp í EES-samninginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert