Líkur á gosi undir jökli

Hraunið sem kemur frá eldsprungunni er nánast búið að ýta …
Hraunið sem kemur frá eldsprungunni er nánast búið að ýta Jökulsá á Fjöllum úr farvegi sínum. Ragnar Axelsson

„Lík­urn­ar eru meiri en minni að gosið fari í jök­ul­inn, það er allt í gangi und­ir hon­um. Við erum kannski að tala um 51% lík­ur á móti 49%“, seg­ir eld­fjalla­fræðing­ur­inn Ármann Hösk­ulds­son en hann hélt er­indi á aðal­fundi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi á Vopnafirði í gær þar sem farið var yfir stöðu eld­goss­ins í Holu­hrauni.

„Fólk get­ur reiknað með því að það hlaupi í jök­ul­inn og það verði flóð. Það verður að vera til­búið, ekki láta það koma sér á óvart ef til þess kem­ur. Við höf­um fengið tvö gos á síðustu árum, 2010 og 2011, þar sem menn voru auk þess í mikl­um vand­ræðum sök­um ösku. Það þarf ekk­ert stórt gos til að slíkt verði. Menn verða að vera á tán­um,“ seg­ir hann og legg­ur áherslu á að Aust­f­irðing­ar lesi viðbragðsáætlan­ir Al­manna­varna.

2,5 millj­ón tonn af brenni­steini

Meng­un frá gos­inu í Holu­hrauni hef­ur vakið áhyggj­ur hjá mörg­um Aust­f­irðing­um enda berst gasið víða.

„Það eru ein­hverj­ar 2,5 millj­ón­ir tonna af brenni­steini sem losnað hafa út í and­rúms­loftið, það ger­ir í kring­um tutt­ugu þúsund tonn á dag,“ seg­ir Ármann og end­ur­tek­ur að fólk megi ekki láta það koma sér á óvart ef slíkt fær­ist í auk­ana eða ef ösku­fall eða flóð verði á næst­unni.

„Það stend­ur allt í viðbrögðum Al­manna­varna hvernig fólk skal bregðast við hinum ýmsu aðstæðum. Ég er ekki að segja að Aust­f­irðing­ar séu ekki viðbún­ir, ég er ein­fald­lega bara að brýna fyr­ir þeim að vera á tán­um. Það má ekki líta á þetta sem eitt­hvað gos uppi á fjöll­um sem ekki stafi nein hætta af,“ seg­ir hann og end­ur­tek­ur að Ísland búi yfir öfl­ug­um al­manna­vörn­um og þeim beri að treysta. 

Get­ur staðið yfir í nokk­ur ár

„Það voru kosn­ing­ar á Aust­ur­landi fyr­ir skemmstu og tölu­verð um­skipti á full­trú­um í sveit­ar- og bæj­ar­stjórn­um. Hluti af þessu fólki sit­ur í al­manna­varn­ar­nefnd­um og hluti af því er nýtt þar svo það verður að setj­ast niður og fara yfir þess­ar viðbragðsáætlan­ir,“ seg­ir Ármann. 

„Við erum kom­in í gliðnun­ar­hrinu og ég held að það sé al­veg ljóst að það verður annað gos á sama svæði inn­an tíðar. Við erum til að mynda með Kröflu sem dæmi frá 1724 til 1729, Öskju 1875 og Kröflu frá 1975 til 1984 og þar fram eft­ir göt­um. Sag­an end­ur­tek­ur sig,“ seg­ir Ármann að lok­um. 

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands Árni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert