Málvillur má heyra í hverjum fréttatíma

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í hverj­um frétta­tíma Rík­is­út­varps­ins má heyra al­var­leg­ar mál­vill­ur, svo sem á beyg­ing­um orða og framb­urði eða að ekki sé farið rétt með orðatil­tæki. Mér þykir þetta miður og sér­stak­lega slæmt þar sem lög um Rík­is­út­varpið kveða á um að leggja skuli sér­staka rækt við ís­lenska tungu.“

Þetta seg­ir Tryggvi Gísla­son mag­ister og fyrr­ver­andi skóla­meist­ari í Morg­un­blaðinu í dag. Sem dæmi um hrak­andi ís­lensku í Rík­is­út­varp­inu seg­ir Tryggvi að ný­lega hafi þar verið talað um að eitt­hvað hefði komið upp úr krafs­inu, þegar átt var við að ákveðin sann­indi urðu ljós. Um það sé sagt „að eitt­hvað komi upp úr kaf­inu“ en hins veg­ar að hafa eitt­hvað upp úr krafs­inu þegar menn fá umb­un erfiðis síns eða bera eitt­hvað úr být­um.

„Já, ég hef komið at­huga­semd­um vegna ís­lensks máls í frétt­um Rík­is­út­varps­ins á fram­færi við Rík­is­út­varpið, svo sem við Brodda Brodda­son vara­f­rétta­stjóra og Boga Ágústs­son, þann frétta­mann sem lengst­an starfs­ald­ur hef­ur. Og það verður að segj­ast eins og er að at­huga­semd­um mín­um hef­ur ekki verið tekið vel og af litl­um skiln­ingi,“ seg­ir Tryggvi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert