Allt að 35 m/sek undir Hafnarfjalli

Með suðaustan hvassviðrinu með skilum sem fara austur yfir land í dag, má gera ráð fyrir byljóttum vindi á þekktum hviðustöðum vestanlands, allt að 30-35 m/s, einkum undir Hafnarfjalli.

Einnig má gera ráð fyrir hviðum á utanverðu Kjalarnesi og staðbundið á norðanverðu Snæfellsnesi. Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en eftir kl. 19-20 í kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert