Rafbílaeigendur settu heimsmet

Frá rafbílaheimsmetinu í dag.
Frá rafbílaheimsmetinu í dag.

Rafbílaeigendur komust í dag í heimsmetabók Guinnes fyrir lengstu samfelldu röð rafbíla en alls óku rúmlega 220 rafbílar í bílalest yfir Eyrarsundsbrúnna frá Malmö til Kaupmannahafnar í dag. Þar með slógu þeir heimsmetið sem var 100 rafbílar samfellt og sett var í Japan árið 2010.

Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon sem byggir kísilverksmiðjuna í Helguvík, var í hópi rafbílaökumannanna sem settu heimsmetið í dag, en Magnús er búsettur í Kaupmannahöfn. Mætti hann á rafbíl sínum, Tesla Model S, ásamt dætrum sínum Isabellu og Alexöndru. 

„Það var sannarlega skemmtilegt að taka þátt í þessum merka viðburði. Það var gríðarlegur áhugi á þessu á meðal rafbílaeigenda í Danmörku og Svíþjóð. Rafbílaeigendur í Danmörku hittust í Kaupmannahöfn og óku yfir brúna til Malmö þar sem við hittum sænska rafbílaeigendur. Síðan ók allur bílaflotinn saman yfir Eyrarsundsbrúnna til Kaupmannahafnar. Þetta var sannarlega flottur bílafloti,“ segir Magnús. 

Magnús ásamt dætrum sínum, Alexöndru og Isabellu, í dag.
Magnús ásamt dætrum sínum, Alexöndru og Isabellu, í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert