Fólkið sem rekur þaraböðin í bráðabirgðahúsnæði á Reykhólum er að undirbúa byggingu nýs baðstaðar við sjóinn.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur látið gera nýtt aðal- og deiliskipulag sem sýnir svæðið á milli þorpsins og sjávar sem útivistarsvæði.
Þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þjónustubyggingar nýrra sjávarbaða, gistingu í smáhýsum, potta og laugar, að því er fram kemur í umfjöllun um böðin í Morgunblaðinu í dag.