Læðan Rósa fannst eftir að hafa verið týnd í þrjú ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Hún fannst þegar Végeir Hjaltason sá kunnuglegan kött á fésbókarsíðu Kattholts og ákvað að kanna málið betur.
Reyndist þetta þá vera köttur sem hann hafði oft passað og var í eigu systur hans. Hann segir ótrúlegt að kötturinn hafi fundist eftir allan þennan tíma.