Skerða á hlut lífeyrissjóða

Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið er lokið á Alþingi og er …
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið er lokið á Alþingi og er það komið til umfjöllunar fjárlaganefndar sem hefur fundað þrisvar um það. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Gangi þetta eftir mun það þýða endanlega skerðingu lífeyrisgreiðslna og innvinnslu aldursháðra lífeyrisréttinda um allt að 4,5 prósent.“

Þetta segir Harpa Ólafsdóttir, stjórnarformaður Gildis-lífeyrissjóðs, um þá tillögu í fjárlagafrumvarpinu að lækka framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða um 20% árlega næstu fimm árin, eða þar til það hefur fjarað út.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Harpa að þessi tillaga í frumvarpinu hafi komið „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ og lífeyrissjóðurinn muni andmæla frumvarpinu harðlega. „Þeir sjóðir sem eru með hlutfallslega háa örorkubyrði munu mest finna fyrir því ef hlutur ríkisins lækkar og þurfa að líkindum að skerða réttindi ef þetta gengur eftir,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert