Dagur B með fullt fang bóka

Dagur B tók við bókakostinum í Borgarbókasafninu í dag.
Dagur B tók við bókakostinum í Borgarbókasafninu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

 Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, tók í dag við um 1.400 bók­um frá Sam­tök­un­um '78. Bæk­urn­ar eru gjöf til Borg­ar­bóka­safns­ins.

Sam­tök­in '78 standa á tíma­mót­um en nú á haust­dög­um flyt­ur fé­lagið í ný húsa­kynni að Suður­götu 3 í Reykja­vík eft­ir ára­langa dvöl að Lauga­vegi 3.

Við þessi tíma­mót var á aðal­fundi fé­lags­ins í mars 2014 ein­róma samþykkt að leysa upp þann hluta af bóka­safni fé­lags­ins sem lýt­ur að kosti fræðibóka og skáld­sagna. Jafn­framt var ákveðið að færa Borg­ar­bóka­safni Reykja­vík­ur skáld­sög­urn­ar að gjöf en um er að ræða tæp­lega 1.400 titla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert