Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því fyrirheiti sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gaf í ræðu sinni á leiðtogafundinum í New York um að Ísland stefni að framtíð án jarðefnaeldsneytis. Samtökin segja að yfirlýsingin hljóti að marka stefnubreytingu sem felur í sér að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu.
Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum, að Sigmundur Davíð hafi jafnframt talað skýrt um þá hættu sem stafi af súrnun sjávar. Sú ógn sé yfirvofandi og verði ekki bægt frá nema með verulegum samdrætti í losun koltvísýrings.
Tekið er fram, að orð forsætisráðherra um stuðning Íslands við kolefnisskatta stangist á við lækkun kolefnisskatta sl. vor undir forustu ráðuneytis Sigmundar Davíðs.
Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti