Skjálfti upp á 5,2 stig

Af vef Veðurstofunnar

Jarðskjálfti upp á 5,2 stig reið yfir klukkan 4:33 í nótt en upptök hans eru í Bárðarbunguöskjunni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Um tuttugu jarðskjálftar voru á þessum slóðum í nótt.

Á sunnudag mældist skjálfti upp á 5,5 stig en hann er næst stærsti skjálftinn frá því hrinan hófst þann 16. ágúst síðastliðinn. Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar.

Skjálfti upp á 3,9 stig varð skömmu fyrir klukkan tvö í nótt og annar um svipað leyti upp á 3,6 stig.

Litlar breytingar hafa orðið á virkni eldgossins samkvæmt upplýsingum vefmyndavélum Mílu. Samkvæmt upplýsingum frá Martin Hench, sérfræðingi á jarðvársviði Veðurstofunnar, hafa borist upplýsingar um að virkni í Holuhrauni hafi aukist um sexleytið í morgun en það hefur ekki fengist staðfest á mælum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert