Verk eftir Svavar sögð fölsuð

Hér má sjá annað af listaverkunum tveimur sem bjóða átti …
Hér má sjá annað af listaverkunum tveimur sem bjóða átti upp hjá Bruun Rasmussen í dag.

Lög­regl­an í Kaup­manna­höfn lagði í morg­un hald á tvö mál­verk sem til stóð að selja á upp­boði hjá upp­boðshúsi Bru­un Rasmus­sen í dag. Grun­ur leik­ur á að verk­in séu fölsuð, en þau er sögð vera eft­ir lista­mann­inn Svavar Guðna­son (1909-1990)

Ólaf­ur Ingi Jóns­son mál­verka­for­vörður lagði fyrr í þess­um mánuði kæru til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara vegna fyr­ir­hugaðs upp­boðs.

Fram kem­ur í kær­unni, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, að Ólaf­ur telji að mál­verk­in séu fölsuð. Þau séu m.a. lé­leg­ar stæl­ing­ar á þekkt­um verk­um Svavars. Þá seg­ir að mál­verk­in séu lík­lega máluð með alkýðmáln­ingu, gerð alkýðmáln­ing­ar sem þá hafi ekki verið fund­in upp eða haf­in fram­leiðsla á. Nafnskrift­in sé sömu­leiðis fölsuð á verk­un­um. 

Nán­ar verður fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert