Verk eftir Svavar sögð fölsuð

Hér má sjá annað af listaverkunum tveimur sem bjóða átti …
Hér má sjá annað af listaverkunum tveimur sem bjóða átti upp hjá Bruun Rasmussen í dag.

Lögreglan í Kaupmannahöfn lagði í morgun hald á tvö málverk sem til stóð að selja á uppboði hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussen í dag. Grunur leikur á að verkin séu fölsuð, en þau er sögð vera eftir listamanninn Svavar Guðnason (1909-1990)

Ólafur Ingi Jónsson málverkaforvörður lagði fyrr í þessum mánuði kæru til embættis sérstaks saksóknara vegna fyrirhugaðs uppboðs.

Fram kemur í kærunni, sem mbl.is hefur undir höndum, að Ólafur telji að málverkin séu fölsuð. Þau séu m.a. lélegar stælingar á þekktum verkum Svavars. Þá segir að málverkin séu líklega máluð með alkýðmálningu, gerð alkýðmálningar sem þá hafi ekki verið fundin upp eða hafin framleiðsla á. Nafnskriftin sé sömuleiðis fölsuð á verkunum. 

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka