Yfir 5.000 bíða eftir aðgerð

Skurðaðgerð á Landspítalanum.
Skurðaðgerð á Landspítalanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Biðlistar í aðgerðir á Landspítalanum lengjast nú ár frá ári, aðallega vegna þess að öldruðum einstaklingum sem þarfnast þjónustu fjölgar hratt. Í byrjun september biðu rúmlega fimm þúsund einstaklingar eftir því að komast í aðgerð á spítalanum.

Er það svipaður fjöldi og í fyrra en aðeins fleiri en árin þar á undan. Flestir bíða eftir því að komast í aðgerðir á augum, eða um 1.500 manns, og næstflestir eftir aðgerð í bæklunarskurðlækningum en flestir þar bíða eftir liðaskiptum á hnjám og mjöðmum.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að meðalbiðtími í aðgerð var í byrjun september um 250 dagar. Stystur var hann 112 dagar í aðgerð á þvagfærum en lengstur, 501 dagur, í aðgerð á brjóstholi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka