Gegnir fimm ráðherraembættum

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eru erlendis á ráðstefnum þessa dagana og gegna aðrir ráðherrar störfum þeirra á meðan.

Mest mæðir á Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra, því hann hefur bætt við sig embættum forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Hann gegnir því alls fimm ráðherraembættum nú.

Þá er Ólafur Ragnar Grímsson forseti einnig staddur erlendis og fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta Íslands. Sigurður Ingi er sem staðgengill forsætisráðherra einnig einn af þremur handhöfum forsetavalds og fer því um stundarsakir með vald forseta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert