Hefja leit í birtingu

Látrabjarg
Látrabjarg mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Leit að þýskum ferðamanni sem var leitað í gær fyrir vestan hefur ekki borið árangur og hefst leit að nýju strax í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir mannsins.

Lögreglan á Vestfjörðum, björgunarsveitir í Vesturbyggð, og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni í gær á og við Látrabjarg.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni, að maðurinn heiti Christian Mathias Markus, fæddur 11. október 1980.

Fjölskylda mannsins í Þýskalandi fór að óttast um Christian sl. laugardag og hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið.

Síðast sást til Christians yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september sl. Hann var einsamall á ferð, ók bílaleigubifreið af gerðinni Suzuki Grand Vitara. Sú bifreið fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg í gærmorgun.

Ef einhver hefur orðið var við ferðir Christians frá 18. september sl. þá óskar lögreglan á Vestfjörðum eftir þeim upplýsingum í síma 450 3730 eða 112.

Christian Mat­hi­as Markus
Christian Mat­hi­as Markus mynd/​Lög­regl­an á Vest­fjörðum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert