Hviður undir Hafnarfjalli

mbl.is/Gúna

Vegfarendur sem leið eiga undir Hafnarfjall eru beðnir að gæta varúðar fram eftir degi vegna sterkra vindhviða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Veðurstofan varar við hvössum vindhviðum við fjöll suðvestan- og vestanlands fram eftir degi.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn eru þessar:

Sunnan og suðaustan 10-18 m/s og rigning, en hægari og þurrt austantil á landinu fram eftir degi. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum síðdegis, fyrst suðvestantil. Suðvestan 8-15 og skúrir í nótt og á morgun, en hægari austantil á landinu og léttir til, en skýjað og lítilsháttar væta þar seint á morgun. Hiti 7 til 13 stig að deginum, hlýjast norðlaustanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert