Mikið um tvöfalda regnboga

Íbúar höfuðborgarsvæðisins og víðar um land hafa margir hverjir orðið varir við tvöfalda regnboga í dag og gær. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hafa veðuraðstæður verið góðar fyrir myndun regnboga. „Það er gott að sjá regnboga í svona skúraveðri eins og hefur verið í dag og gær því þá kemst sólin að þar sem himininn er ekki alþakinn skýjum,“ segir hann.

Veðurfræðingur segir tvöfalda regnboga ekki myndast við sérstakar aðstæður, en þá verður þó tvöföld speglun í regndropunum að hans sögn.

„Annars er þetta allt útaf gosinu. Þá koma oft svona tvöfaldir regnbogar,“ segir veðurfræðingurinn kíminn að lokum. „Nei ég er nú bara að grínast.“

Átt þú mynd af tvöföldum regnboga? Sendu okkur hana á netfrett@mbl.is og upplýsingar um hvar og hvenær hún er tekin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert