Undanþágan verði afnumin

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki eru nema þrjú ár síðan flutt var þingsályktunartillaga á Alþingi um að afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Þetta kom fram í máli Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Sagði Helgi að fyrir vikið kæmi það á óvart að nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna hefðu lýst yfir áhyggjum af samkeppni í mjólkurgeiranum. Umrædd þingsályktunartillaga hefði verið felld meðal annars með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Einungis þingmenn Samfylkingarinnar hefðu stutt tillöguna.

Helgi rifjaði einnig upp að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu komið umræddri undanþágu á árið 2004. Þá hefði einnig Samfylkingin ein lagst gegn þeirri breytingu og varað við þeim afleiðingum sem hún gæti haft.

Boðaði hann endurflutning þingsályktunartillögunnar. Hvatti hann stjórnarþingmenn sem bæru hag neytenda fyrir brjósti til þess að taka þátt í tillöguflutningnum og sagðist reiðubúinn að gera breytingar á henni til þess að ná sem breiðastri samstöðu um hana. Þá léti hann sé það í léttu rúmi liggja hver væri fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert