Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við HÍ, hefur fundið amerískar og evrópskar fuglaflensuveirur og einnig blöndur þeirra í íslenskum fuglum.
Gunnar Þór biðlar til veiðimanna að fá að taka stroksýni úr nýveiddum gæsum og öndum. 24
„Við höfum komist að því að veirur upprunnar í Ameríku og veirur frá Evrópu blandast hér. Við finnum hreinar amerískar og hreinar evrópskar veirur og svo blöndur af þeim,“ segir Gunnar í samtali í Morgunblaðinu í dag. Hann sagði að til þessa hefðu ekki fundist hér fuglaflensuveirur sem gætu haft áhrif á fólk.