Mun fleiri karlar en konur meðal félagsmanna VR eru með hlunnindi frá sínum vinnustað eða 81% karlanna á móti 68% kvenna.
Karlarnir fá frekar símakostnað sinn greiddan en konur eða 54% á móti 34% kvenna og einnig símtækið sjálft en þar eru hlutföllin 54% á móti 32% körlunum í hag.
Á hinn bóginn hefur kynbundinn launamunur innan VR dregist saman um rúmlega 40% frá árinu 2000 og mælist nú 8,5%. Þessar niðurstöður koma fram í launakönnun meðal félagsmanna VR, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.