Vísindamenn yfirgáfu svæðið

Skálinn við Drekagil Vísindamenn hafa þar aðsetur en stutt er …
Skálinn við Drekagil Vísindamenn hafa þar aðsetur en stutt er í gosstöðvarnar í Holuhrauni. mbl.is/Árni Sæberg

Vísindamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni hafa ákveðið að yfirgefa svæðið um stundarsakir sökum þess hve erfitt er að meta það hvernig eitraðar gastegundir muni dreifast um svæðið nærri Drekaskála á Öskjusvæði, þar sem vísindamenn hafa dvalið við rannsóknir.

Í Morgunblaðinu í dag segir Morten Riishuus, sem fer fyrir hópnum,  að ákveðið hafi verið að yfirgefa svæðið í gær en þeir geri sér vonir um að hægt verði að snúa til baka í kvöld.

„Það sem hefur verið að gerast á gossvæðinu er það að í dag hefur gosmökkurinn stigið til norðurs yfir Dyngjufjöll og situr þar eins og teppi. Tvívegis höfum við tekið eftir því að gasskýið hefur sigið yfir Óðalshraun og í lægðir í landslaginu. Það færðist síðan nærri Víkursandi og í átt að Herðubreið og lengra norður. Það hefur gerst oftar en einu sinni,“ segir Morten.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert