40 skjálftar við Bárðarbungu

Veðurstofa Íslands segir að um 40 skjálftar hafi verið staðsettir við Bárðarbungu í dag. Er það svipaður fjöldi og á sama tíma í gær. Tveir skjálftar voru yfir þremur að stærð. Sá fyrri kl. 03:42, sem var 4,1 að stærð, og sá síðari kl 16:49, en hann var 5,2 að stærð. Báðir skjálftarnir urðu við norðanverðan öskjubarminn.

Rúmlega 20 skjálftar hafa verið staðsettir í ganginum, flestir undir norðanverðum Dyngjujökli. Það eru heldur færri skjálftar en á sama tíma í gær. Stærsti skjáfltinn varð kl 03:57 í nótt, eða 2,4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert