Alltof fáir krabbameinslæknar

Alltof fáir krabba­meins­lækn­ar starfa á Land­spít­al­an­um. Eru sjö en þyrftu að vera fimmtán, miðað við staðla á Norður­lönd­un­um. Þetta kem­ur fram í frétta­skýr­ingu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Að sögn Helga Sig­urðsson­ar, yf­ir­lækn­is í krabba­meins­lækn­ing­um, stefn­ir í óefni á spít­al­an­um. „Búið er að gera um­fangs­mikl­ar skipu­lags­breyt­ing­ar til þess að við sem eft­ir erum náum að sinna öll­um þeim sjúk­ling­um sem til okk­ar leita. Þær breyt­ing­ar hafa á marg­an hátt verið já­kvæðar en lengra verður ekki gengið. Það eru eng­ir lækn­ar á Land­spít­al­an­um nýtt­ir eins vel og krabba­meins­lækn­ar. Þeir eru í kontakt við sjúk­linga all­an dag­inn, alla daga vik­unn­ar,“ seg­ir Helgi.

Helgi seg­ir sam­keppn­is­stöðu Íslands hafa versnað. Þegar hann kom heim úr sér­námi fyr­ir tæp­um þrem­ur ára­tug­um var hann með lægra kaup en í Svíþjóð, þar sem hann lærði, en álíka mikið út­borgað, þar sem skatt­arn­ir hér voru lægri. „Núna er staðan sú að ungu lækn­arn­ir úti í Svíþjóð eru með helm­ingi meira út­borgað en hér, auk þess sem álagið er minna og frí­töku­rétt­ur­inn meiri.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert