Halldór Halldórsson var endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi sambandsins á Akureyri sem lauk nú skömmu fyrir hádegið. Mikil endurnýjun varð í stjórn sambandsins þegar kosin var ný stjórn á þinginu í morgun.
Kjörnir voru ellefu aðalmenn í stjórnina og urðu úrslitin þau að sex nýir fulltrúar voru kjörnir í sjórnina sem er nákvæmlega sama endurnýjun í stjórn sambandsins og varð meðal fulltrúa í sveitarstjórnum í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor eða 54,5%.